Fótbolti

Lech Poznan skellti Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Adebayor í kvöld dugði ekki til.
Mark Adebayor í kvöld dugði ekki til.

Pólska liðið Lech Poznan gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Man. City í Evrópudeild UEFA, 3-1. Annað mark Poznan var afar skrautlegt. Varnarmaður City skallaði í Arboleda og af honum fór boltinn í netið. Arboleda tognaði síðan við að fagna markinu. Markið kom fimm mínútum fyrir leikslok. Þriðja markið kom síðan í uppbótartíma og það var þrumufleygur af löngu færi.

Þetta var þriðja tap Man. City í röð en þar hriktir í einhverjum stoðum. Þess má síðan geta að þetta pólska lið vildi fá Alfreð Finnbogason í sínar raðir í sumar.

Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson léku báðir síðustu 20 mínúturnar fyrir AZ Alkmaar í kvöld sem tapaði fyrir Dynamo Kiev.

Úrslitin:

A-riðill:

Juventus-Salzburg  0-0

Lech Poznan-Man. City  3-1

Dimitrije Injac, Manuel Arboleda, Mateusz Mozdzen - Emmanuel Adebayor

Staðan: Lech 7 stig, Man. City 7, Juventus 4, Salzburg 2.

B-riðill:

Bayer Leverkusen-Aris Salonika  1-0

Rosenborg-Atletico Madrid  1-2

Markus Henriksen - Sergio Aguero, Tiago.

Staðan: Leverkusen 8, Atletico 7, Aris 4, Rosenborg 3.

C-riðill:

Gent-Sporting Lisbon  3-1

Levski Sofia-Lille  2-2

D-riðill:

Club Brugge-Dinamo Zagreb  0-2

PAOK Salonika-Villarreal  1-0

E-riðill:

BATE Borisov-FC Sheriff  3-1

Dynamo Kiev-AZ Alkmaar  2-0

Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson komu af bekknum hjá AZ á 72. mínútu.

F-riðill:

CSKA Moskva-Palermo  3-1

Lausanne-Sparta Prag  1-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×