Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 11:03 Åge Hareide stýrir Íslandi í mikilvægum leik gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld vísir/Anton Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins. Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira