Lífið

Interpol frumsýnir umslagið

Furðulegt umslag og ekkert líkt þeim fyrri.
Furðulegt umslag og ekkert líkt þeim fyrri.

Hljómsveitin Interpol hefur frumsýnt umslag væntanlegrar plötu, sem kemur út 7. september.

Platan fylgir eftir Our Love to Admire sem kom út árið 2007. Nýja platan er jafnframt síðasta plata Interpol sem bassaleikarinn Carlos Dengler spilar inn á, en hann hætti í hljómsveitinni skömmu eftir að hún varð tilbúin.

Interpol hefur einnig upplýst lagalista plötunnar. Hljómsveitin hefur þegar sent frá lagið Lights en hin lögin á plötunni heita Success, Memory Serves, Barricade, Always Malaise (The Man I Am), Safe Without, Try It On, All Of the Ways og The Undoing. Það er óhætt að segja lagatitlarnir hljómi allir mjög „Interpol-lega“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.