Fótbolti

Enn einn viðsnúningurinn í máli Tógó?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúta flytur landslið Tógó út á flugvöll í Angóla í kvöld.
Rúta flytur landslið Tógó út á flugvöll í Angóla í kvöld. Nordic Photos / AFP
Landslið Tógó flaug í dag aftur heim frá Angóla þar sem Afríkukeppni landsliða hófst í dag.

Ráðist var á liðsrútu Tógó á föstudaginn og þrír skotnir til bana auk þess sem aðrir særðust, þar af tveir leikmenn.

Fyrst vildu leikmenn Tógó hætta við þátttöku sína í keppninni en skiptu svo um skoðun seint í gærkvöldi.

Forsætisráðherra skipaði þá landsliðsmönnunum að snúa heim á leið sem og þeir gerðu í dag.

En íþróttamálaráðherra greindi frá því við heimkomuna að ekki væri útilokað að Tógó myndi taka þátt í keppninni þrátt fyrir allt.

„Það verður þriggja daga þjóðarsorg," sagði Chrisophe Tchao við fjölmiðla í Tógó. „Leikmenn snúa í dag aftur heim ásamt föllnum félögum sínum. Við höfum þó beðið Knattspyrnusamband Afríku um að finna leið til að gera okkur kleift að koma inn í keppnina síðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×