Handbolti

Into the Light - EM-lagið í Danmörku og Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Mynd/AFP
Hvert stórmót í handbolta á sér sitt eigið lag og er EM í Danmörku og Noregi engin undantekning.

Dönsku tónlistarmennirnir Anna David og Jimmy Colding flytja lagið „Into the Light" sem er grípandi og skemmtilegt sem góðu handboltalagi sæmir. Bæði eru í hljómsveitinni Zididada sem hefur gert frábæra hluti á undanförnum árum.

Lagið fjallar um leiðina að titlinum - þá baráttu sem leggja þarf á sig til að geta fagnað sigrinum.

EM-lagið frá keppni karlanna í Austurríki í ár sló rækilega í gegn en þá söng DJ Ötzi gamla Neil Diamond-slagarann Sweet Caroline. Þau Anna og Jimmy gefa honum vitanlega ekkert eftir með sínu lagi.

Það er hægt að hlusta á lagið með því að smella hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×