Heiðar vildi borga 11 milljarða fyrir Sjóvá - kvartar til umboðsmanns 24. nóvember 2010 11:56 Heiðar Már Guðjónsson. Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. Heiðar telur að vinnubrögð Seðlabankans hafi verið ófagleg og hefur óskað eftir því við bankaráð Seðlabankans að það taki málið til sjálfstæðrar skoðunar. Í yfirlýsingu segir hann að synjun bankans á tilboði hans í félagið kunni að baka Seðlabankanum skaðabótaskyldu. Þá hafi ESA, eftirlitsstofnun EFTA ríkjanna gert athugasemd við eignarhald ríkisins á félaginu og að niðurstaða málsins sé sorgleg fyrir íslenskt efnahagslíf, sem hafi mikla þörf fyrir endurreisn. Allir sem vonuðust eftir nýjum vinnubrögðum í íslensku samfélagi hljóti að harma þessa niðurstöðu, segir Heiðar. Í umræðu um málið á Alþingi á mánudag, vildi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherar ekki tjá sig um það, en vísaði á Má Guðmundsson seðlabankastjóra, sem ekki vill tjá sig um það að svo stöddu. Yfirlýsing Heiðars er hér að neðan í heild sinni: „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sleit hópur undir forystu undirritaðs viðræðum við Seðlabanka Íslands um kaup á hlutum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Eins og fram kom í fréttatilkynningu hópsins réði óhæfilegur dráttur á afgreiðslu málsins af hálfu seljenda úrslitum um ákvörðun hans. Ég sé mig knúinn til að gefa þessa yfirlýsingu vegna ófaglegra vinnubrögð Seðlabanka Íslands, þar sem ég tel að hann hafi ekki farið að lögum við ákvarðanatöku í ferlinu. Nú þegar hefur félag í minni eigu, Ursus ehf., beint kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Þá hef ég upplýst bankaráð seðlabankans um þau atriði sem aflaga hafa farið í málsmeðferð bankans á undanförnum vikum og mánuðum og óskað eftir að ráðið taki málið til sjálfstæðrar skoðunar. Þá hef ég ásamt mínum ráðgjöfum til skoðunar hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á tilteknum þáttum í meðferð málsins. Sérstök ástæða er til að skoða samskipti seðlabankans við tilgreinda fjölmiðla, einkum DV. Ferill kaupanna hefur verið langur og strangur síðan í upphafi árs. Hópur kaupenda sem undirritaður fór fyrir var valinn til frekari viðræðna í mars eftir að hann skilaði hæstu tilboði í opnu og gagnsæju söluferli, og bauð helmingi hærra verð en næstbjóðandi. Sú niðurstaða að kaupendahópurinn hafi neyðst til að draga tilboð sitt til baka er versta niðurstaða fyrir alla aðila: Seðlabankinn og aðrir seljendur verða af miklum verðmætum, en heildarverð viðskiptanna var um 11 milljarðar, auk þess að þetta kann að leiða til skaðabótaskyldu Seðlabanka Íslands. ESA hefur gert athugasemd við eignarhald ríkisins á Sjóvá og ólögmæt ríkisaðstoð til fyrirtækis á samkeppnismarkaði er nú til rannsóknar hjá stofnuninni. Eignarhald ríkisins á Sjóvá sem ESA hefur gert athugasemd við verður óleyst vandamál þar sem engin lausn er í augsýn. Eignarhald skilanefndar á vátryggingarfélagi er ekki heppilegt frá sjónarhóli hlutverks slíkra aðila. Sjóvá mun líða fyrir það að hafa ekki traustan langtíma eiganda. Það mun að líkindum hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og viðskiptavini og þar með rekstur fyrirtækisins. Kaupendahópur sem lagt hefur gríðarlega vinnu og kostnað í 10 mánuði til að undirbúa kaupin, og framtíð fyrirtækisins, hefur gengið frá málinu. Niðurstaðan er einnig sorgleg fyrir íslenskt efnahagslíf sem hefur mikla þörf fyrir endurreisn þar sem nýir aðilar koma að fyrirtækjum. Ég fæ ekki betur séð en það sem hófst sem faglegt, opið og gagnsætt söluferli hafi breyst í andstæðu sína með valdníðslu og brotum á stjórnsýslulögum og reglum. Tilraun til þess að stýra því hver eignast fyrirtæki í opnu söluferli, þar sem inn í stjórnsýsluframkvæmd virðast hafa blandast ómálefnaleg sjónarmið, pólitík og jafnvel persónuleg sjónarmið. Hljóta allir sem vonuðust eftir nýjum vinnubrögðum í íslensku samfélagi að harma þessa niðurstöðu. Ef fjárfestar geta búist við slíkum vinnubrögðum, jafnvel á æðstu stöðum stjórnsýslunnar, er hæpið að margir hafi hug á að láta til sín taka í uppbyggingu hagkerfisins. Þessi fyrsta einkavæðing eftir hrun leiddi til þess að hæstbjóðendur fengu ekki fyrirtækið, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning, að því er virðist á þeirri forsendu að einn eða fleiri þeirra eru ekki þóknanlegir opinberum yfirvöldum. Undirritaður og kaupendahópurinn lögðu mikla vinnu í undirbúning kaupanna og fóru í öllu að lögum og reglum. Ég hef ákveðið að leita réttar míns í málinu þar sem ég tel brýnt að vinnubrögð sem þessi verði ekki viðurkenndur hluti af íslensku samfélagi. Heiðar Már Guðjónsson." Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. Heiðar telur að vinnubrögð Seðlabankans hafi verið ófagleg og hefur óskað eftir því við bankaráð Seðlabankans að það taki málið til sjálfstæðrar skoðunar. Í yfirlýsingu segir hann að synjun bankans á tilboði hans í félagið kunni að baka Seðlabankanum skaðabótaskyldu. Þá hafi ESA, eftirlitsstofnun EFTA ríkjanna gert athugasemd við eignarhald ríkisins á félaginu og að niðurstaða málsins sé sorgleg fyrir íslenskt efnahagslíf, sem hafi mikla þörf fyrir endurreisn. Allir sem vonuðust eftir nýjum vinnubrögðum í íslensku samfélagi hljóti að harma þessa niðurstöðu, segir Heiðar. Í umræðu um málið á Alþingi á mánudag, vildi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherar ekki tjá sig um það, en vísaði á Má Guðmundsson seðlabankastjóra, sem ekki vill tjá sig um það að svo stöddu. Yfirlýsing Heiðars er hér að neðan í heild sinni: „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sleit hópur undir forystu undirritaðs viðræðum við Seðlabanka Íslands um kaup á hlutum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Eins og fram kom í fréttatilkynningu hópsins réði óhæfilegur dráttur á afgreiðslu málsins af hálfu seljenda úrslitum um ákvörðun hans. Ég sé mig knúinn til að gefa þessa yfirlýsingu vegna ófaglegra vinnubrögð Seðlabanka Íslands, þar sem ég tel að hann hafi ekki farið að lögum við ákvarðanatöku í ferlinu. Nú þegar hefur félag í minni eigu, Ursus ehf., beint kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Þá hef ég upplýst bankaráð seðlabankans um þau atriði sem aflaga hafa farið í málsmeðferð bankans á undanförnum vikum og mánuðum og óskað eftir að ráðið taki málið til sjálfstæðrar skoðunar. Þá hef ég ásamt mínum ráðgjöfum til skoðunar hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á tilteknum þáttum í meðferð málsins. Sérstök ástæða er til að skoða samskipti seðlabankans við tilgreinda fjölmiðla, einkum DV. Ferill kaupanna hefur verið langur og strangur síðan í upphafi árs. Hópur kaupenda sem undirritaður fór fyrir var valinn til frekari viðræðna í mars eftir að hann skilaði hæstu tilboði í opnu og gagnsæju söluferli, og bauð helmingi hærra verð en næstbjóðandi. Sú niðurstaða að kaupendahópurinn hafi neyðst til að draga tilboð sitt til baka er versta niðurstaða fyrir alla aðila: Seðlabankinn og aðrir seljendur verða af miklum verðmætum, en heildarverð viðskiptanna var um 11 milljarðar, auk þess að þetta kann að leiða til skaðabótaskyldu Seðlabanka Íslands. ESA hefur gert athugasemd við eignarhald ríkisins á Sjóvá og ólögmæt ríkisaðstoð til fyrirtækis á samkeppnismarkaði er nú til rannsóknar hjá stofnuninni. Eignarhald ríkisins á Sjóvá sem ESA hefur gert athugasemd við verður óleyst vandamál þar sem engin lausn er í augsýn. Eignarhald skilanefndar á vátryggingarfélagi er ekki heppilegt frá sjónarhóli hlutverks slíkra aðila. Sjóvá mun líða fyrir það að hafa ekki traustan langtíma eiganda. Það mun að líkindum hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og viðskiptavini og þar með rekstur fyrirtækisins. Kaupendahópur sem lagt hefur gríðarlega vinnu og kostnað í 10 mánuði til að undirbúa kaupin, og framtíð fyrirtækisins, hefur gengið frá málinu. Niðurstaðan er einnig sorgleg fyrir íslenskt efnahagslíf sem hefur mikla þörf fyrir endurreisn þar sem nýir aðilar koma að fyrirtækjum. Ég fæ ekki betur séð en það sem hófst sem faglegt, opið og gagnsætt söluferli hafi breyst í andstæðu sína með valdníðslu og brotum á stjórnsýslulögum og reglum. Tilraun til þess að stýra því hver eignast fyrirtæki í opnu söluferli, þar sem inn í stjórnsýsluframkvæmd virðast hafa blandast ómálefnaleg sjónarmið, pólitík og jafnvel persónuleg sjónarmið. Hljóta allir sem vonuðust eftir nýjum vinnubrögðum í íslensku samfélagi að harma þessa niðurstöðu. Ef fjárfestar geta búist við slíkum vinnubrögðum, jafnvel á æðstu stöðum stjórnsýslunnar, er hæpið að margir hafi hug á að láta til sín taka í uppbyggingu hagkerfisins. Þessi fyrsta einkavæðing eftir hrun leiddi til þess að hæstbjóðendur fengu ekki fyrirtækið, með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning, að því er virðist á þeirri forsendu að einn eða fleiri þeirra eru ekki þóknanlegir opinberum yfirvöldum. Undirritaður og kaupendahópurinn lögðu mikla vinnu í undirbúning kaupanna og fóru í öllu að lögum og reglum. Ég hef ákveðið að leita réttar míns í málinu þar sem ég tel brýnt að vinnubrögð sem þessi verði ekki viðurkenndur hluti af íslensku samfélagi. Heiðar Már Guðjónsson."
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira