Erlent

Reuters: Hollendingar og Bretar krefjast skýringa

Í tveimur fréttum um ákvörðun forsetans í Icesave málinu á Reuters segir að Hollendingar og Breta ætli að krefja íslensk stjórnvöld um skýringar á niðurstöðunni.

Ruud Slotboom talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins segir að þar á bæ séu menn mjög vonsviknir yfir ákvörðun forsetans. „Við væntum þess strax að fá viðbrögð frá ríkisstjórn Íslands um hvað gerist núna," segir Slotboom í samtali við Reuters. „Við teljum að Íslandi beri skylda til að borga og það er óásættanlegt fyrir okkur að engin lausn sé í Icesave deilunni."

Það kom ennfremur fram í máli Slotboom að fyrstu skref Hollendinga yrðu að ráðfæra sig við bresk stjórnvöld í málinu.

Í hinni frétt Reuters segir að fulltrúar breska fjármálaeftirlitsins ætli að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld og vilja svör um afhverju frumvarpið um Icesave var ekki samþykkt. Þar að auki muni bresk stjórnvöld hafa samband við Hollendinga og Evrópusambandið um lausn á málinu eins fljótt og auðið er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×