Innlent

Öryrki týndi 100 þúsund krónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hingað á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hringdi Ólafur Árnason öryrki, sem sagðist hafa orðið fyrir því óláni að tapa umslagi með 100 þúsund krónum í morgun. Ólafur veit ekki nákvæmlega hvar hann tapaði umslaginu en hann var staddur í Lágmúlanum í morgun og fór líka í N1 upp á Höfða.

„Þetta er náttúrlega aleigan mín, þannig að ég er alveg niðurbrotinn maður," sagði Ólafur þegar að hann hringdi inn á fréttastofu. Hafi einhver grandvar og heiðarlegur maður orðið var við umslagið með peningunum er hann beðinn um að hafa samband við Ólaf í síma 7746151. Hann heitir fundarlaunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×