Innlent

Segir umsátur ríkja um heimilin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir umsátur ríkja um heimilin í landinu. Mynd/ Stefán.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir umsátur ríkja um heimilin í landinu. Mynd/ Stefán.
Það ríkir umsátur um heimilin í landinu, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði að í stað þess að slá skjaldborg um heimilin hefði verið slegin skjaldborg um kröfuhafa.

Sigmundur Davíð sagði að ekkert hafi verið gert sem telja megi almennar aðgerðir til að fást við skuldavanda heimila eftir ríkisstjórnarskipti í fyrra. Slíkar aðgerðir hafi þó verið það eina sem gæti talist raunhæfur möguleiki í stöðunni. Benti Sigmundur á að framsóknarmenn hafi lagt fram tillögu um 20% skuldaleiðréttingu.

Sigmundur Davíð sagði að lítið traust ríkti í garð stjórnmálanna. Ástæðan væri sú að á erfiðleikatímum væru stjórnmálin ekki að skila af sér lausnum. „Þau eru ekki að framkvæma í samræmi við tilefnið," sagði Sigmundur Davíð.




Tengdar fréttir

Vill auka traust á Alþingi með því að forgangsraða

Traust á Alþingi og á þingstörfunum hefur verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði að þetta væri grafalvarlegt mál og brýnt væri að bæta úr þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×