Fótbolti

Góð byrjun hjá Diego Maradona - myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona fagnar sigri.
Diego Maradona fagnar sigri. Mynd/AP
Diego Maradona stýrði Argentínu til 1-0 sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfara í úrslitakeppni HM og margar frábærar sóknir hans manna áttu skila mun fleiri mörkum en þessu eini sem skilaði liðinu þremur stigum.

Myndavélarnar fóru ekki af Diego allan leikinn og hann bauð upp á tilfinninga-rússibana af bestu gerð. Það mátti oft horfa á leikinn í gegnum Maradona og einhverjir komust svo að orði að hann hafi verið meira með boltann en leikmenn í liði hans eins og Angel Di Maria.

Ljósmyndarar AP-fréttastofunnar voru líka með sínar myndavélar á knattspyrnugoði Argentínu sem var mættur til leiks í jakkafötum að beiðni dætra sinna. Við höfum nýtt okkur þetta og tekið saman smá myndasyrpu með tilþrifum Maradona - að þessu sinni utan vallar.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×