Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum 20. apríl 2010 10:35 Ólafur Ragnar Grímsson sagði í viðtali við BBC að umheimurinn hefði ekkert séð enn þá. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í Newsnight í breska ríkissjónvarpinu (BBC) í gær. Þar sagði Ólafur Ragnar að gosið í Eyjafjallajökli væri lítið annað en létt æfing fyrir Kötlugosið. Hann bætti svo við að það væri ekki spurning hvort Katla myndi gjósa, heldur hvenær. Þá sagði Ólafur Ragnar að það væri kominn tími til þess að flugfélög í Evrópu og yfirvöld undirbyggju sig fyrir Kötlugosið sem yrði gríðarlegt hamfaragos. Ummæli Ólafs Ragnars hafa farið víða en þau eru meðal annars höfð eftir honum í áströlskum fjölmiðlum auk þess sem ummælin hans fóru eins og eldur í sinu um fréttaveitur út um allan heim. „Þetta er ekki nógu gott," segir Erna en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands, bæði vegna flugsamgangna auk þess sem margir telja að það sé hreinlega ekki óhætt að vera hér á landi. Og eðlilega því erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi öskugos og myrkur að degi til í Mýrdalnum. Og svo lýsir forsetinn því yfir að umheimurinn hafi ekki séð neitt ennþá. „En við verðum að vera bjartsýn fyrir næsta sumar," segir Erna en Samtök ferðaþjónustunnar auk fjölmargra opinberra aðila hafa farið í átak við að upplýsa Evrópubúa og fleiri um að hér sé allt í lagi að vera. Þrátt fyrir gríðarlega nálægð við hamfarir sem hafa lamað nær hálfa Evrópu í marga daga. Það stefndi í metferðamannasumar en nú er það í uppnámi. Sjálf segist Erna líta jákvæðum augum til framtíðar. Gosið er að minnka og flugsamgöngur eru að komast í lag. Og með samhentu átaki vonast Erna til þess að bjarga ferðamannasumrinu. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í Newsnight í breska ríkissjónvarpinu (BBC) í gær. Þar sagði Ólafur Ragnar að gosið í Eyjafjallajökli væri lítið annað en létt æfing fyrir Kötlugosið. Hann bætti svo við að það væri ekki spurning hvort Katla myndi gjósa, heldur hvenær. Þá sagði Ólafur Ragnar að það væri kominn tími til þess að flugfélög í Evrópu og yfirvöld undirbyggju sig fyrir Kötlugosið sem yrði gríðarlegt hamfaragos. Ummæli Ólafs Ragnars hafa farið víða en þau eru meðal annars höfð eftir honum í áströlskum fjölmiðlum auk þess sem ummælin hans fóru eins og eldur í sinu um fréttaveitur út um allan heim. „Þetta er ekki nógu gott," segir Erna en fjölmargir ferðamenn hafa afboðað komu sína hingað til lands, bæði vegna flugsamgangna auk þess sem margir telja að það sé hreinlega ekki óhætt að vera hér á landi. Og eðlilega því erlendir fjölmiðlar sýna lítið annað en eldspúandi öskugos og myrkur að degi til í Mýrdalnum. Og svo lýsir forsetinn því yfir að umheimurinn hafi ekki séð neitt ennþá. „En við verðum að vera bjartsýn fyrir næsta sumar," segir Erna en Samtök ferðaþjónustunnar auk fjölmargra opinberra aðila hafa farið í átak við að upplýsa Evrópubúa og fleiri um að hér sé allt í lagi að vera. Þrátt fyrir gríðarlega nálægð við hamfarir sem hafa lamað nær hálfa Evrópu í marga daga. Það stefndi í metferðamannasumar en nú er það í uppnámi. Sjálf segist Erna líta jákvæðum augum til framtíðar. Gosið er að minnka og flugsamgöngur eru að komast í lag. Og með samhentu átaki vonast Erna til þess að bjarga ferðamannasumrinu.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira