Fótbolti

Ray Anthony og félagar tryggðu sér jafntefli í blálokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Anthony Jónsson.
Ray Anthony Jónsson.
Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindavíkur, lék allan leikinn þegar filippseyska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Singapúr í fyrsta leik sínum á Suzuki Cup sem er keppni þjóða í suðaustur Asíu.

Singapúr komst í 1-0 á 64. mínútu og var með forystuna allt fram í uppbótartíma þegar Joel Ballo-Allo tryggði sínu liði jafntefli á síðustu stundu.

Filippseyjar eru einnig með Víetnam og Mjanmar (Búrma) í riðli en Víetnamar unnu Mjanmar 7-1 í hinum leiknum í riðlinum í dag. Næsti leikur Ray Anthony og félaga er á móti Víetnam á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×