Innlent

Meirihlutinn kolfallinn á Akureyri

Höskuldur Kári Schram skrifar

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn samkvæmt könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn geldur afhroð og missir tvo af fjórum bæjarfulltrúum.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningarnar 2006. Flokkarnir eru með sjö bæjarfulltrúa af ellefu.

Báðir flokkarnir tapa miklu fylgi samkvæmt könnun stöðvar tvö og fréttablaðsins en könnunin var gerð í gær. Hringt var í 800 manns og voru þátttakendur valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var hvaða lista mynda þú kjósa ef gengið yrði til sveitastjórnarkosninga í dag.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri en 55 prósent tóku afstöðu eða 440.

13,4 prósent sögðust ætla að kjósa Bæjarlistann sem fengi þá einn mann

Framsóknarflokkur heldur sínum manni en tapar fylgi.

Sjálfstæðismenn tapa miklu fylgi en flokkurinn missir tvo menn af fjórum.

Listi fólksins bætir aftur á móti miklu við sig - fær þrjá menn og er orðinn stærsti stjórnmálaflokkurinn á Akureyri.

Samfylking tapar ríflega þriðjungi af fylgi sínu og missir einn mann en Vinstri grænir bæta við sig frá síðustu kosningum.

Verði þetta niðurstaðan í kosningunum er ljóst að bæjarstjórnarmeirihlutinn á Akureyri er fallinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×