Friðrik Rafnsson: Fagurgræn kælitækni 8. maí 2010 05:45 Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun