Innlent

Gangur eldgossins er stöðugur - vart hefur orðið við öskufall

Gangur gossins er stöðugur en nokkuð er um öskufall.
Gangur gossins er stöðugur en nokkuð er um öskufall.

Gangur eldgossins í Eyjafjallajökli er stöðugur samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Í dag og í kvöld hefur gengið á með sprengivirkni sem fylgir öskufall.

Vart hefur orðið við öskufall allt umhverfis Eyjafjallajökul og í sveitunum fyrir austan hann. Öskufallið virðist vera nokkuð breytilegt frá einu svæði til annars og það vex einnig og dvínar á víxl.

Sumsstaðar hefur öskufall verið það mikið um tíma að það hefur haft mikil áhrif á skyggni. Sumsstaðar hefur það verið svo mikið að skyggni hefur farið niður í um 50 metra. Ökumenn eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×