Fótbolti

Rooney og Ashley Cole æfðu báðir í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Wayne Rooney og Ashley Cole verða báðir leikfærir með enska landsliðinu gegn Alsír á föstudaginn. Báðir leikmenn misstu af æfingu í gær.

Rooney fékk högg á ökklann og gömul meiðsli tóku sig upp hjá Cole.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Fabio Capello sem má ekki við meiri forföllum í liðinu sínu. Hvorki úr vörninni né þá heldur að missa Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×