Fótbolti

Cristiano Ronaldo ekki búinn að skora í tíu landsleikjum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leiknum í dag.
Cristiano Ronaldo í leiknum í dag. Mynd/AP
Cristiano Ronaldo lék í dag tíunda landsleikinn sinn í röð án þess að ná að skora en Ronaldo og félagar í Portúgal náðu aðeins markalausu jafntefli á móti Fílabeinsströndinni í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku.

Það hefur farið lítið fyrir markaskorun Cristiano Ronaldo með portúgalska landsliðinu en hann hefur ekki skorað fyrir Portúgal síðan í febrúar 2009 eða í sextán mánuði.

Síðasta landsliðsmark Ronaldo kom á Estádio Algarve í Faro 11. febrúar 2009 og tryggði Portúgal 1-0 sigur á Finnlandi.

Ronaldo skoraði 33 mörk í 35 leikjum í öllum keppnum á fyrsta tímabili með Real Madrid. Ronaldo hefur alls skoraði 22 mörk í 73 landsleikjum fyrir Portúgal en aðeins tvö þeirra hafa komið í 18 landsleikjum hans frá og með árinu 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×