Enski boltinn

Flestir handteknir á Old Trafford en fæstir á Craven Cottage

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Englendingar eru alltaf að haga sér betur og betur á fótboltaleikjum og það sést vel í nýjustu tölum um fjölda fólks sem hefur verið handtekið í kringum leiki í ensku deildunum.

Það var nefnilega tíu prósenta fækkun á handtökum á milli ára. 3391 voru handteknir á leikjum í Englandi og Wales á síðasta tímabili á móti 3752 handtökum tímabilið á undan.

Flestir voru handteknir á Old Trafford, heimavelli Manchester United, eða 165 en það var 20 færri en voru handteknir á vellinum árið á undan. Old Trafford er sá völlur sem tekur á móti langflestum áhorfendum í ensku úrvalsdeildinni.

Næstflestar handtökur voru á Upton Park, heimavelli West Ham, eða 145 en það voru hinsvegar minnstu ólætin í ensku úrvalsdeildinni á heimaleikjum Fulham þar sem það voru aðeins 7 voru handteknir á Craven Cottage á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×