Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag 11. september 2010 08:45 Skýrsla þingmannanefndar sem fjallað hefur um ábyrgð fyrrverandi ráðherra á hruninu verður birt kl. 17 í dag. Þá kemur í ljós hvort nefndin mælir með því að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mynd/Stefán Karlsson Fréttaskýring : Hvenær kemur í ljós hvort ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm, og hvaða lög gilda um dóminn? Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Nöfn fjögurra fyrrverandi ráðherra eru oftast nefnd í því samhengi: Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaraðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ekkert hefur heyrst frá nefndinni um hvort landsdómur verði kallaður saman eða hvort lagt verði til á Alþingi að höfðað verði mál á hendur einhverjum einstaklingum. Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Dómurinn hefur það eina hlutverk að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Í landsdómi eiga sæti fimm hæstaréttardómarar, lagaprófessor, dómstjórinn í Reykjavík og átta aðrir sem kjörnir eru af Alþingi. Alþingi kaus síðast í landsdóm árið 2005 til sex ára. Ráðherrar bera ábyrgð gagnvart Alþingi vegna embættisstarfa sinna. Ábyrgðin er annars vegar pólitísk en hins vegar lagaleg. Pólitísk ábyrgð lýsir sér þannig að meirihluti Alþingis getur samþykkt vantraust á hendur ráðherra og neytt ráðherrann til að segja af sér. Lagaleg ábyrgð ráðherra lýsir sér þannig að meirihluti Alþingis getur samþykkt að ákæra ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Alþingi getur samþykkt að draga ráðherra fyrir landsdóm telji þingmenn að ráðherrann hafi gerst sekur um að fara í bága við stjórnarskrána, landslög eða stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Til þess þarf ráðherrann að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi eða ásetning um að brjóta lög. Í lögum um ráðherraábyrgð kemur einnig fram að hægt sé að ákæra ráðherra sem veldur því að eitthvað sé gert sem „stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu." Það sama á við ef hann lætur farast fyrir að „framkvæma nokkuð það, er gat afstýrt slíkri hættu, eða veldur því að slík framkvæmd ferst fyrir." Þingið tilgreinir sakarefniðÁkvörðun um málshöfðun gegn ráðherra tekur Alþingi með því að samþykkja fram lagða þingsályktunartillögu. Þar á að tilgreina kæruatriðin nákvæmlega. Sókn málsins verður bundin við þau kæruatriði sem tilgreind eru af Alþingi, og því mikilvægt að vandað sé afar vel til verka, segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Alþingi á einnig að kjósa saksóknara í málinu, auk fimm manna þingnefndar sem vera á saksóknaranum til aðstoðar. Saksóknarinn gefur út formlega ákæru á hendur ráðherrunum, en er bundinn af þeim kæruatriðum sem nefnd eru í þingsályktun Alþingis. Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir að ákveði Alþingi að höfða skuli mál á hendur ráðherrum sé mikilvægt að þings-ályktun Alþingis sé eins skýr um ákæruefnin og nokkur sé kostur. Best væri að þingsályktunin væri sett fram eins og hefðbundin ákæra svo sóknin verði skýr strax frá upphafi. Ekki er beinlínis kveðið á um það í lögunum hvernig skuli fara með mál þar sem fleiri en einn er ákærður, segir Róbert. Ákveði Alþingi að höfða mál á hendur fleiri en einum ráðherra mætti gefa út eina ákæru fyrir alla eða sérstaka ákæru fyrir hvern og einn. Róbert og Sigurður eru sammála um að ómögulegt sé að segja fyrir um hversu langan tíma málaferli fyrir landsdómi komi til með að taka. Það velti til dæmis á fjölda ráðherra sem séu ákærðir og hversu flókin ákæruatriðin séu. Sigurður segir þó ljóst að séu ákæruefnin flókin og hörðum vörnum haldið uppi geti málaferlin dregist verulega á langinn. Ekki er kveðið á um það í lögum um landsdóm hvar hann skuli koma saman, utan þess að það á nema í undantekningartilvikum að vera í Reykjavík. Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við í gær töldu líklegast að landsdómur þingaði í húsakynnum Hæstaréttar, verði hann kallaður saman. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Fréttaskýring : Hvenær kemur í ljós hvort ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm, og hvaða lög gilda um dóminn? Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Nöfn fjögurra fyrrverandi ráðherra eru oftast nefnd í því samhengi: Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaraðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ekkert hefur heyrst frá nefndinni um hvort landsdómur verði kallaður saman eða hvort lagt verði til á Alþingi að höfðað verði mál á hendur einhverjum einstaklingum. Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Dómurinn hefur það eina hlutverk að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Í landsdómi eiga sæti fimm hæstaréttardómarar, lagaprófessor, dómstjórinn í Reykjavík og átta aðrir sem kjörnir eru af Alþingi. Alþingi kaus síðast í landsdóm árið 2005 til sex ára. Ráðherrar bera ábyrgð gagnvart Alþingi vegna embættisstarfa sinna. Ábyrgðin er annars vegar pólitísk en hins vegar lagaleg. Pólitísk ábyrgð lýsir sér þannig að meirihluti Alþingis getur samþykkt vantraust á hendur ráðherra og neytt ráðherrann til að segja af sér. Lagaleg ábyrgð ráðherra lýsir sér þannig að meirihluti Alþingis getur samþykkt að ákæra ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Alþingi getur samþykkt að draga ráðherra fyrir landsdóm telji þingmenn að ráðherrann hafi gerst sekur um að fara í bága við stjórnarskrána, landslög eða stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Til þess þarf ráðherrann að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi eða ásetning um að brjóta lög. Í lögum um ráðherraábyrgð kemur einnig fram að hægt sé að ákæra ráðherra sem veldur því að eitthvað sé gert sem „stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu." Það sama á við ef hann lætur farast fyrir að „framkvæma nokkuð það, er gat afstýrt slíkri hættu, eða veldur því að slík framkvæmd ferst fyrir." Þingið tilgreinir sakarefniðÁkvörðun um málshöfðun gegn ráðherra tekur Alþingi með því að samþykkja fram lagða þingsályktunartillögu. Þar á að tilgreina kæruatriðin nákvæmlega. Sókn málsins verður bundin við þau kæruatriði sem tilgreind eru af Alþingi, og því mikilvægt að vandað sé afar vel til verka, segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Alþingi á einnig að kjósa saksóknara í málinu, auk fimm manna þingnefndar sem vera á saksóknaranum til aðstoðar. Saksóknarinn gefur út formlega ákæru á hendur ráðherrunum, en er bundinn af þeim kæruatriðum sem nefnd eru í þingsályktun Alþingis. Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir að ákveði Alþingi að höfða skuli mál á hendur ráðherrum sé mikilvægt að þings-ályktun Alþingis sé eins skýr um ákæruefnin og nokkur sé kostur. Best væri að þingsályktunin væri sett fram eins og hefðbundin ákæra svo sóknin verði skýr strax frá upphafi. Ekki er beinlínis kveðið á um það í lögunum hvernig skuli fara með mál þar sem fleiri en einn er ákærður, segir Róbert. Ákveði Alþingi að höfða mál á hendur fleiri en einum ráðherra mætti gefa út eina ákæru fyrir alla eða sérstaka ákæru fyrir hvern og einn. Róbert og Sigurður eru sammála um að ómögulegt sé að segja fyrir um hversu langan tíma málaferli fyrir landsdómi komi til með að taka. Það velti til dæmis á fjölda ráðherra sem séu ákærðir og hversu flókin ákæruatriðin séu. Sigurður segir þó ljóst að séu ákæruefnin flókin og hörðum vörnum haldið uppi geti málaferlin dregist verulega á langinn. Ekki er kveðið á um það í lögum um landsdóm hvar hann skuli koma saman, utan þess að það á nema í undantekningartilvikum að vera í Reykjavík. Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við í gær töldu líklegast að landsdómur þingaði í húsakynnum Hæstaréttar, verði hann kallaður saman. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira