Umfjöllun: Framarar á toppinn eftir langa bið 14. júní 2010 18:15 Ívar Björnsson er duglegur að skora í upphafi móts. Mynd/Vilhelm Framara unnu góðan 2-1, sigur gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla. Framarar komust yfir í fyrri hálfleik eftir stórkostlegt mark frá Ívari Björnssyni. Það var síðan þegar stundarfjórðungur var liðin af síðari hálfleik sem Tómas Leifsson kom heimamönnum í 2-0 yfir. Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma minnkaði Hilmar Þór Hilmarsson muninn fyrir gestina en það dugði ekki til. Einum færri náðu Framarar að knýja fram sigur og sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar. Þorvaldur Örlygsson gerði aðeins eina breytingu á sínu liði eftir tapleikinn gegn KR í síðustu umferð. Tómas Leifsson var komin inn í liðið fyrir Jón Orra Ólafsson, en sú breyting gaf til kynna að Frammarar ætluðu að blása til sóknar. Bjarni Jóhannsson , þjálfari gestanna, hafði enga ástæðu fyrir breytingar eftir frábæran sigur gegn Keflvíkingum í síðustu umferð og því tefldi hann fram sama byrjunarliði. Fyrir leiki kvöldsins voru Frammarar í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með 11 stig og Stjörnumenn í því sjötta með 9 stig. Stjarnan gat því komist upp fyrir heimamenn með sigri. Leikurinn hófst heldur rólega, en liðin áttu erfitt með að spila boltanum meðfram grasinu sökum vindar. Fyrsta færi leiksins kom eftir 18 mínútur en þá skallaði Tryggvi Sveinn Bjarnason ,leikmaður Stjörnunnar, boltann rétt framhjá marki heimamanna. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að sækja í sig veðrið og virtust ná tökum á leiknum. Það dró heldur betur til tíðinda 10 mínútum fyrir lok hálfleiksins en þá skoraði Ívar Björnsson , leikmaður Fram, stórbrotið mark úr hjólhestaspyrnu. Gestirnir voru í miklum erfileikum að koma boltanum út úr sínum eigin markteig og það náði Ívar að nýta sér og skoraði án efa eitt af mörkum sumarsins. Eftir markið hresstust Stjörnumenn mikið og fóru að sækja stíft, en án árangurs og staðan því 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með svipuðum hætti og sá fyrri en liðin virtust eiga erfitt með að venjast aðstæðum og boltinn gekk illa manna á milli. Stjörnumenn byrjuðu snemma í síðari hálfleik að pressa stíft að marki heimamanna. Framarar eru þekktir fyrir að nýta sér það með kröftugum skyndisóknum og í kvöld var enginn undantekning á því. Framarar fengu hornspyrnu efir góða skyndisókn, Sam Tillen sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tómasi Leifssyni sem skoraði framhjá Bjarna Þórði í markinu hjá Stjörnunni. Aðeins einni mínútu eftir að Fram komst í 2-0 komst Ellert Hreinsson , leikmaður Stjörnunnar einn í gegn, en Jón Guðni Fjóluson ,varnarmaður Fram, togaði hann niður rétt fyrir utan vítateig og fékk þar af leiðandi rautt spjald og Framarar orðnir einum færri. Gestirnir pressuðu mikið að marki Framara það sem eftir var af leiknum og náðu að minnka muninn rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Þar var að verki Hilmar Þór Hilmarsson , leikmaður Stjörnunnar, en hann skoraði flott mark úr skalla eftir góða fyrirgjöf. Lengra komust gestirnir ekki og leiknum lauk því með 2-1 sigri Framara. Safamýramenn eru því komnir með 14 stig í efsta sæti Pepsi-deildar karla eftir sjö umferðir. Virkilega sanngjarn sigur hjá heimamönnum gegn sprækum Garðbæingum í Laugardalnum í kvöld en þeir hafa ekki verið í efsta sæti Íslandsmótsins síðan 1993.Fram - Stjarnan 2-1 1-0 Ívar Björnsson (34.) 2-0 Tómas Leifsson (60.) 2-1 Hilmar Þór Hilmarsson (89.) Áhorfendur: 600 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8Tölfræði: Skot (á mark): 12-8 (5-2) Varin skot: Hannes 3 - Bjarni 4 Horn: 9-5 Aukaspyrnur fengnar: 11-10 Rangstöður: 1-0Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Sam Tillen 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Almarr Ormarsson 6 Tómas Leifsson 7 (85. Kristinn Ingi Halldórsson -) Hjálmar Þórarinsson 7 ( 63. Jón Orri Ólafsson 5) Ívar Björnsson 8 - maður leiksins - ( 75. Hlynur Atli Magnússon 6)Stjarnan: 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 7 Baldvin Sturluson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 (76. Bjarki Páll Eysteinsson - ) Hilmar Þór Hilmarsson 4 Dennis Danry 6 Atli Jóhannsson 5 ( 45. Ellert Hreinsson 6 ) Jóhann Laxdal 5 ( 45. Björn Pálsson 5 ) Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Halldór Orri Björnsson 5 Þorvaldur Árnason 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Framara unnu góðan 2-1, sigur gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla. Framarar komust yfir í fyrri hálfleik eftir stórkostlegt mark frá Ívari Björnssyni. Það var síðan þegar stundarfjórðungur var liðin af síðari hálfleik sem Tómas Leifsson kom heimamönnum í 2-0 yfir. Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma minnkaði Hilmar Þór Hilmarsson muninn fyrir gestina en það dugði ekki til. Einum færri náðu Framarar að knýja fram sigur og sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar. Þorvaldur Örlygsson gerði aðeins eina breytingu á sínu liði eftir tapleikinn gegn KR í síðustu umferð. Tómas Leifsson var komin inn í liðið fyrir Jón Orra Ólafsson, en sú breyting gaf til kynna að Frammarar ætluðu að blása til sóknar. Bjarni Jóhannsson , þjálfari gestanna, hafði enga ástæðu fyrir breytingar eftir frábæran sigur gegn Keflvíkingum í síðustu umferð og því tefldi hann fram sama byrjunarliði. Fyrir leiki kvöldsins voru Frammarar í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með 11 stig og Stjörnumenn í því sjötta með 9 stig. Stjarnan gat því komist upp fyrir heimamenn með sigri. Leikurinn hófst heldur rólega, en liðin áttu erfitt með að spila boltanum meðfram grasinu sökum vindar. Fyrsta færi leiksins kom eftir 18 mínútur en þá skallaði Tryggvi Sveinn Bjarnason ,leikmaður Stjörnunnar, boltann rétt framhjá marki heimamanna. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að sækja í sig veðrið og virtust ná tökum á leiknum. Það dró heldur betur til tíðinda 10 mínútum fyrir lok hálfleiksins en þá skoraði Ívar Björnsson , leikmaður Fram, stórbrotið mark úr hjólhestaspyrnu. Gestirnir voru í miklum erfileikum að koma boltanum út úr sínum eigin markteig og það náði Ívar að nýta sér og skoraði án efa eitt af mörkum sumarsins. Eftir markið hresstust Stjörnumenn mikið og fóru að sækja stíft, en án árangurs og staðan því 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með svipuðum hætti og sá fyrri en liðin virtust eiga erfitt með að venjast aðstæðum og boltinn gekk illa manna á milli. Stjörnumenn byrjuðu snemma í síðari hálfleik að pressa stíft að marki heimamanna. Framarar eru þekktir fyrir að nýta sér það með kröftugum skyndisóknum og í kvöld var enginn undantekning á því. Framarar fengu hornspyrnu efir góða skyndisókn, Sam Tillen sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tómasi Leifssyni sem skoraði framhjá Bjarna Þórði í markinu hjá Stjörnunni. Aðeins einni mínútu eftir að Fram komst í 2-0 komst Ellert Hreinsson , leikmaður Stjörnunnar einn í gegn, en Jón Guðni Fjóluson ,varnarmaður Fram, togaði hann niður rétt fyrir utan vítateig og fékk þar af leiðandi rautt spjald og Framarar orðnir einum færri. Gestirnir pressuðu mikið að marki Framara það sem eftir var af leiknum og náðu að minnka muninn rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Þar var að verki Hilmar Þór Hilmarsson , leikmaður Stjörnunnar, en hann skoraði flott mark úr skalla eftir góða fyrirgjöf. Lengra komust gestirnir ekki og leiknum lauk því með 2-1 sigri Framara. Safamýramenn eru því komnir með 14 stig í efsta sæti Pepsi-deildar karla eftir sjö umferðir. Virkilega sanngjarn sigur hjá heimamönnum gegn sprækum Garðbæingum í Laugardalnum í kvöld en þeir hafa ekki verið í efsta sæti Íslandsmótsins síðan 1993.Fram - Stjarnan 2-1 1-0 Ívar Björnsson (34.) 2-0 Tómas Leifsson (60.) 2-1 Hilmar Þór Hilmarsson (89.) Áhorfendur: 600 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8Tölfræði: Skot (á mark): 12-8 (5-2) Varin skot: Hannes 3 - Bjarni 4 Horn: 9-5 Aukaspyrnur fengnar: 11-10 Rangstöður: 1-0Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Sam Tillen 7 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Almarr Ormarsson 6 Tómas Leifsson 7 (85. Kristinn Ingi Halldórsson -) Hjálmar Þórarinsson 7 ( 63. Jón Orri Ólafsson 5) Ívar Björnsson 8 - maður leiksins - ( 75. Hlynur Atli Magnússon 6)Stjarnan: 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 7 Baldvin Sturluson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 (76. Bjarki Páll Eysteinsson - ) Hilmar Þór Hilmarsson 4 Dennis Danry 6 Atli Jóhannsson 5 ( 45. Ellert Hreinsson 6 ) Jóhann Laxdal 5 ( 45. Björn Pálsson 5 ) Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Halldór Orri Björnsson 5 Þorvaldur Árnason 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira