Innlent

Veðjað á Dag og Hönnu Birnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á Betsson veðja menn á Dag og Hönnu Birnu.
Á Betsson veðja menn á Dag og Hönnu Birnu.
Annað hvort Dagur B. Eggertsson eða Hanna Birna Kristjánsdóttir mun verma borgarstjórastólinn í Reykjavík að loknum sveitastjórnarkosningum eftir viku, ef marka má niðurstöður veðbankans Betsson.

Á vef Betsson er núna hægt að veðja á niðurstöður sveitastjórnakosninganna, meðal annars hver verður borgarstjóri. Stuðullinn er lægstur fyrir Hönnu Birnu og Dag sem þýðir að flestir telja að annað hvort þeirra verði borgarstjóri. Næstflestir telja að Jón Gnarr verði borgarstjóri en einhverjir telja jafnframt að næsti borgarstjóri verði ekki á meðal frambjóðenda til borgarstjórnar. Athygli vekur að mun færri telja að Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, í borginni verði næsti borgarstjóri.

Þótt það geti verið gaman að velta fyrir sér niðurstöðum Betsson er ljós að ekki er um hávísindalega könnun að ræða. Þannig er þess skemmst að minnast að áður en Ólafur Ragnar tók afstöðu gagnvart Icesave lögunum í janúar töldu 62% þeirra sem veðjuðu að Ólafur myndi skrifa undir. Reyndin varð allt önnur eins og alþjóð þekkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×