Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði 21. maí 2010 04:00 Tilbúin í slaginn Helmingur starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga býður sig fram til sveitarstjórnar. Frá vinstri eru Elín Jóna Rósinberg, Anna María Elíasdóttir, Leó Örn Þorleifsson, Ragnar Smári Helgason og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. „Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
„Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira