Grétar Mar Jónsson: Ríkisstjórnin í gildru LÍÚ 3. maí 2010 09:12 Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar