Innlent

Samningafundi slökkviliðsmanna lauk án niðurstöðu

Samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með samninganefnd sveitarfélaga lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í morgun, án árangurs og hefur annar fundur ekki verið boðaður.

Sextán klukkustunda verkfallsaðgerðir slökkviliðsmanna hefjast því klukkan átta auk ótímabundins yfirvinnubanns, sem truflar sjúkraflutninga á milli sjúkrastofnana. Öllum neyðartilvikum verður þó sinnt.

Yfirvinnubannið getur líka orðið til þess að ekki verði hægt að fullmanna allar vaktir. Flugfélag Íslands flýtir tveimur morgunflugum til Akureyrar þannig að vélarnar verða farnar frá Akureyri klukkan átta, þegar aðgerðir hefjast.

Í ráði er að nota Húsavíkruflugvöll í staðinn eins og í síðustu verkfallsaðgerðum, en það telja Slökkvililðs- og sjúkraflutningamenn verkfallsbrot, og munu verkfallsverðir vera á leiðinni norður.

Verkfallsmenn hafa boðað til félagsfundar klukkan níu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×