Viðskipti innlent

Af og frá að reglur hafi verið brotnar við sölu Vestia

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans, hafnar því alfarið að verklagsreglur bankans um sölu á fyrirtækjum hafi verið brotnar þegar bankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia til Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna.

Steinþór sagði í samtali við Sigríði Mogensen í Íslandi í dag að salan á Vestía hafi verið sín hugmynd. „Þegar ég kem inn í bankann verð ég var við að það er mikið óþol að bankinn skuli vera með fyrirtæki í óskyldum rekstri, segir Steinþór. Bankinn hafi tekið fyrirtækin í fangið en markmið hafi verið að selja hratt og örugglega.

Steinþór segir af og frá að lög eða verklagsreglur hafi verið brotnar. „Menn hafa jafnvel verið að tala um að lög hafi verið brotin. Ég get ekki sé það og menn verða þá bara að benda á hvaða lög voru brotin," segir Steinþór.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×