Enski boltinn

Veron hafnaði City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juan Sebastian Veron fagnar marki í leik með Estudiantes.
Juan Sebastian Veron fagnar marki í leik með Estudiantes. Nordic Photos / AFP

Juan Sebastian Veron hefur greint frá því að hann hafnaði tilboði frá Roberto Mancini um að ganga til liðs við Manchester City.

Argentínumaðurinn Veron hefur gengið í endurnýjun lífdaga með Estudiantes í heimalandinu og var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins í Suður-Ameríku á síðasta ári. Hann er 34 ára gamall og hefur leikið til að mynda með Chelsea og Manchester United á ferlinum.

„Þetta snýst ekki um peninga. Fyrst og fremst er ég að hugsa um fjölskyldu mína og þar að auki hef ég tekið mína ákvörðun og verð að standa við hana. Mér líður vel hjá Estudiantes."

„Ef ég hefði tekið þessu tilboði hefði ég ekki verið samkvæmur sjálfum mér."

Umboðsmaður Veron greindi frá því hvernig tilboð Mancini hljómaði. „Veron sagði mér að Mancini hefði hringt í hann og boðið honum sjö milljónir punda og félaginu sömu upphæð fyrir að gera eins árs samning."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×