Innlent

Mansalsmál: Sönnunargögnum ábótavant

Saksóknari í mansalsmálinu fór fram á frest eftir að í ljós kom að aðalsönnunargagninu í málinu var verulega ábótavant. Tveir hinna ákærðu voru yfirheyrðir aftur fyrir dómi, eftir að fórnarlambið hafði sakað þá um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna.

Réttarhöldin eru lokuð almenningi og fjölmiðlum en þau tóku óvænta stefnu í gær þegar fórnarlambið í málinu, 19 ára Litháísk stúlka, sakaði tvo þeirra ákærðu um að hafa neytt sig til munnmaka. Það á að hafa gerst á sama tíma og lögregla leitaði stúlkunnar eftir að hún hvarf úr umsjá félagsmálayfirvalda.

All seru sex aðilar ákærðir í málinu, fimm Litháar og einn íslendingur.

Í kjölfarið fór saksóknari fram á að mennirnir, sem báðir eru Litháar, yrðu aftur yfirheyrðir fyrir dómi og var það gert í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu neituðu þeir báðir ásökunum stúlkunnar.

Aðal sönnunargagn ákæruvaldsins í málinu á að sýna fram á hvar Litháarnir voru staðsettir á ákveðnum tíma í gegnum farsíma þeirra. Fyrir dómi í gær kom hinsvegar í ljós að mikið vantaði upp á þau gögn og í kjölfarið fór saksóknari fram á frest til þess að bæta úr gögnunum.

Framburður stúlkunnar þykir afar óstöðugur, sérstaklega í ljósi þess að hún nefndi fyrst í gær að hún hefði verið neydd til munnmaka.

Einn svipaður dómur hefur fallið hér á landi. Þá var Catalina Ncoco sýknuð af mansali en eitt af því sem lá til grundvallar sýknunni var að framburður meints fórnarlambs þótti ótrúverðugur og mótsagnakenndur.

Munnlegur málflutningur í málinu fer fram 9.febrúar næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×