Innlent

Meintur skattsvikari fannst í Venezúela

Maðurinn var handtekinn í paradísinni Isla Margarita, á leiðinni til Frankfurt.
Maðurinn var handtekinn í paradísinni Isla Margarita, á leiðinni til Frankfurt.

Lögreglan í Venesúela handtók í fyrradag 36 ára íslenskan karlmann, sem talinn er vera höfuðpaur í virðisaukaskattsvikunum, sem nýlega komst upp um hér á landi og nema 270 milljónum króna.

Hann var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frakfurt í þýskalandi, en hann mun hafa dvalið í Venesúela í 15 daga. Maðurinn hvarf héðan af landi rétt áður en upp komst um virðisaukaskattssvikin, en þegar það gerðist óskaði Ríkislögreglustjóri eftir því að Interpól lýsti eftir honum.

Dagblaðið La Calle hefur eftir heimildum innan lögreglunnar að hann tengist eiturlyfjahring í Colombíu og lögreglan í Venesúela staðfestir að hann verði bráðlega framseldur til Íslands.

Alls voru sex manns, fjórir karlar og tvær konur handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald, eftir að upp komst um svikin, þeirra á meðal starfsmaður skattstjóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×