Ryan Murphy, höfundur hinna vinsælu þátta um krakkana í Glee, hefur tilkynnt að meirihluti leikaranna muni líklegast hætta árið 2012. Ástæðan ku vera sú að persónurnar í þáttunum verða þá útskrifaðar úr menntaskóla og því þurfi aðrir leikarar að taka við.
„Við munum mynda nýjan hóp af leikurum á hverju ári. Það er ekkert meira sorglegra en nemandi með skallablett," segir Ryan.
Aðalleikkona þáttanna, Lea Michele, vill alls ekki hætta og vonast til að fá að halda áfram á einhvern hátt.
„Ég fæ kannski að koma aftur sem kennari í Glee," segir Lea.