Fótbolti

Drogba leikfær í dag - Fær sérstakt leyfi FIFA

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Didier Drogba er leikfær fyrir Fílabeinsströndina í dag. Þjóðin leikur gegn Portúgal en stjarna liðsins er handleggsbrotin.

Drogba er þó leikfær en þarf að spila með sérstakt gifs. Til að fá að spila þarf hann sérstakt leyfi frá FIFA sem sótt var um og nú rétt í þessu fékk hann leyfið samkvæmt Sky fréttastofunni.

Leikurinn hefst klukkan 14.00 í dag.

Drogba fór í aðgerð eftir handleggsbrotið en það atvik gerðist í Sviss fyrir aðeins ellefu dögum.

Drogba hefur skorað 44 mörk í 69 landsleikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×