Innlent

Ráðherrar ánægðir með nýja samninginn

Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýstu bæði yfir mikilli ánægju með nýjan Icesave-samning að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegið.

Ráðherrarnir voru spurðir um ábyrgð núverandi ríkisstjórnar á Svavarssamningnum svokallaða og svaraði Steingrímur því til að aðstæður á þeim tíma hafi verið allt aðrar en nú eru uppi. Hann benti meðal annars á að Íslendingar hafi á þeim tíma ekki verið í skjóli þess að hafa fengið endurskoðun hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sagði Steingrímur að samningurinn sem þá var gerður hafi verið sá besti sem í boði var á þeim tíma.

Steingrímur sagðist ennfremur telja að ekki þurfi að koma til endurskoðunar fjárlaga vegna samningsins og að skattar verði ekki hækkaðir, útgjöldum ríkisins verði mætt með öðrum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×