Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi 29. apríl 2010 14:00 Eineltið getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Athugið að myndin er úr safni. „Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira