Viðskipti erlent

Bankamenn flýja Bretland vegna bónus-skatta

Óli Tynes skrifar
Breska þinghúsið.
Breska þinghúsið.

Aðalbankastjóri HSBC bankans í Bretlandi segir að fyrirhugaðar skattahækkanir á bónusa bankamanna séu farnir að skaða fjármálageirann.

Bresk stjórnvöld vilja leggja fimmtíu prósent skatt á bónusa, til þess að reyna að halda þeim í skefjum.

Jeff Randall sagði í samtali við Sky fréttastofuna að það væri hörmulegt ef Bretland tapaði gagnvart samkeppnisþjóðum vegna afskipta ríkisstjórnarinnar.

Hann sagðist telja að það væri hættulegt að skattleggja í pólitískum tilgangi starfsemi sem sé jafn hreyfanleg og fjármálageirinn sé.

Hann sagðist vita um marga bankamenn sem séu á leiðinni frá Bretlandi vegna þess að þeir hafi tækifæri til þess að starfa í öðrum löndum, eins og til dæmis Sviss.

Aðspurður sagðist hann telja að þetta væri þegar farið að skaða fjármálageirann og samkeppnishæfni hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×