Aðild að ESB og upptaka evru leysir myntvandann 12. nóvember 2010 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Illugi Gunnarsson þingmaður, Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ragnar Árnason prófessor, ræddu stjórn peningamála á Hótel Loftleiðum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira