Button vann í stormasamri keppni 18. apríl 2010 10:12 Jenson Button vann í rigningarkeppni í K'ina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira