Spákaupmenn ganga af göflunum í írsku skuldabraski 12. nóvember 2010 10:41 Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar tölur frá greiningarfyrirtækinu Data Explorers benda til að spákaupmenn hafi gengið af göflunum í írsku skuldabraski í sumar og það sem af er haustinu. Magn írskra ríkisskuldabréfa sem fengin eru að láni af vogunarsjóðum og fjárfestum hefur tvöfaldast frá því í lok júlí s.l. Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Will Duff Gordon greinenda hjá Data Explorers að þessi lán séu að mestu tilkomin vegna skortstöðutöku í bréfunum. Fram kemur að þessar skortstöður auki einar og sér þann þrýsting sem fyrir er á írskum ríkisskuldabréfum vegna bágrar efnahagsstöðu Írlands þar sem þær auka magnið af söluskipunum sem fyrir eru í viðskiptakerfum með þessi bréf. Fyrir ríkisskuldabréf fer gengi þeirra og vextir í gagnstæðar áttir. Þegar gengið fellur hækka vextirnir. Á síðustu vikum hafa vextir á írsku bréfin hækkað upp í rjáfur og þar með hafa spákaupmenn með skortstöður í þeim makað krókinn. Vextir á bréfin eru nú vel yfir 8% en það er 5 prósentustigum yfir hinum tóngefandi þýsku ríkisskuldabréfum í Evrópu. Samhliða þessu sýna tölur Data Explorers að langtímastöður fjárfesta í írskum ríkisskuldabréfum hafa minnkað um 30% frá því í apríl s.l. Þessi hópur fjárfesta, að mestu lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og fjárfestingarsjóðir á vegum hins opinbera, hefur minnkað stöðu sína úr 10 milljörðum evra í apríl s.l. niður í 6,9 milljarða í þessum mánuði.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira