Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju 12. nóvember 2010 00:01 Pétur Hafliði ásamt félaga sínum Viðari Þór við Skúlagötuna. Fréttablaðið/Anton Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira