Innlent

Íslendingar þreyttu árlegt áramótasund í Sönderborg

Árlegt áramótasund Íslendinga í Sönderborg var þreytt í dag. Sjórinn við strendur Sönderborgar, er eftir langvarandi frosthörkur í Danmörku afskaplega kaldur með tilheyrandi klakarönd í flæðarmálinu og hitastigi við 0 gráðurnar. „Það hjálpaði til að sól skein skært á sundmennina enda heiðskýrt og logn í Sönderborg í dag," segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

„Nokkur fjöldi fólks kom samkvæmt venju og fylgdist með sundinu sem nú var þreytt í 12. sinn undir stjórn Fylkis Sævarssonar sjósundskappa. Að þessu sinni kláraði einungis Fylkir sundið en Sævar Patrekur Fylkisson (13 ára) og Jón Gunnar Kristinsson (Nóni) 36 ára gerðu heiðarlega tilraun þar sem kuldinn að þessu sinni hafði vinninginn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×