Vettel: Stoltur af sigrinum 10. október 2010 12:17 Mark Webber og Sebastian Vettel unni tvöfaldan sigur með Red Bull í Japan í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang." Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang."
Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira