Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan 10. október 2010 09:09 Sebastian Vettel fagnar sigri á Suzuka brautinni í dag. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira