Erlent

Jon Bon Jovi ráðleggur Obama

Jon Bon Jovi.
Jon Bon Jovi. Mynd/AFP

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur skipað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi í nefnd sem ætlað er að veita Obama og Hvíta húsinu ráðgjöf. Í nefndinni eiga einnig sæti fulltrúar Starbucks, eBay og Gap auk alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Jon Bon Jovi og aðrir nefndarmenn eiga að móta tillögur sem stuðla að meiri samstarfi milli fyrirtækja, hjálpar- og góðgerðarsamtaka, almennings og stjórnvalda. Tónlistarmaðurinn segir í samtali við New York Times að um mikinn heiður sé að ræða og að hann sé fullur tilhlökkunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×