Formúla 1

Kubica fjórði í frönsku rallmóti

Robert Kubica, Formúlu 1 ökumaður Renault.
Robert Kubica, Formúlu 1 ökumaður Renault. Mynd: Getty Images/Andrew Hone

Pólski Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica, sem ekur með Renault náði fjórða sæti í rallmóti í Frakklandi á sunnudaginn. Hann keppti á Renault Clio S16. Aðstoðarökumaður Kubica var Jakub Gerber.

Kubica hefur áður sprett úr sporti í rallakstri á þessu ári samkvæmt frétt á autosport.com, en fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Kimi Raikkönen hefur einnig verið í rallmótum ár árinu. Raikkönen er að skoða sín mál fyrir næsta ár og ljóst að hann keppir ekki í Formúlu 1 2011. Raikkönen hefur ekið á Citroen bíl, en Sebastian Loeb varð einmitt heimsmeistara á Citroen í ár, en hann hefur orðið meistari sjö ár í röð.

Kubica keppti í móti íi Frakklandi sem kallast Rallye Du Var og fer fram á malbikuðum keppnisleiðum. Hann varð þremur á hálfri mínútu á eftir sigurvegaranum Cedric Roberts á Peugoet 307, Bryan Bouffer á Peugeot 207 og Stephaen Sarrazin á samskonar bíl voru í öðru og þriðja sæti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×