Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur talað um það að fyrirliðinn Steven Gerrard, megi ekki festa sig á miðri miðjunni þótt að hann hafi sýnt styrk sinn í þeirri stöðu í 3-0 sigri á Sunderland um síðustu helgi.
„Steven Gerrard verður að spila fleiri en eina stöðu fyrir okkur. Hann getur spilað allstaðar á vellinum því hann veit til hvers er ætlast af honum í hverri stöðu," sagði sagði Rafael Benitez á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á fimmtudaginn á móti Benfica í Evrópudeildinni.
„Gerrard vill gera það sem kemur sér best fyrir liðið og það besta fyrir liðið á sunnudaginn var að hann spilaði við hlið Javier Mascherano á miðri miðjunni," sagði sagði Rafael Benitez.
„Að mínu mati snýst þetta ekki um leikmanninn eða kerfið heldur hvernig allt passar saman. Við spiluðum sama leikkerfi á síðasta tímabili og í ár höfum við skorað mikið af mörkum með sama kerfi. Við höfum spilað með Lucas-Mascherano, Lucas-Aquilani, Lucas-Gerrard og Mascherano-Aquilani á miðri miðjunni og við höfum marga möguleika í stöðunni," sagði Benitez.
