„Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim“ 3. júlí 2010 19:44 Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim." Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim."
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira