„Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim“ 3. júlí 2010 19:44 Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim." Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim."
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira