Lífið

Jon Stewart nefnir eldfjallið Kevin

Jon Stewart kallaði einnig eftir dramatískari nöfnum á ástandinu.
Jon Stewart kallaði einnig eftir dramatískari nöfnum á ástandinu.
Bandaríski fréttagrínarinn Jon Stewart tók eldgosið í Eyjafjallajökli fyrir í þætti sínum í gær.

Eins og öðrum varð honum tíðrætt um hversu illa fréttamönnum gengur að bera fram nafnið Eyjafjallajökull og fann hann aðeins góðan framburð hjá fréttamanninum Al Roker. Vegna þessara vandræða ákvað Stewart að nefna eldfjallið upp á nýtt og gaf því nafnið Kevin.

Stewart sagði þetta fúla sendingu frá Móður Jörð þar sem hann og aðrir rembast við það að endurvinna eftir bestu getu. Helst minnti öskuskýið hann á lymskufulla áætlun einhvers á borð við Adolf Hitler.

Þá er hann óánægður með grafíska framsetningu sjónvarpsstöðva og kallar eftir dramatískari nöfnum á ástandinu. Í því samhengi kynnti hann til leiks nafnið Volcanolypse 2010.

Þáttur Stewart er geysivinsæll og horfa um tvær milljónir manna á hann á hverju kvöldi.

Atriðið má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.