Viðskipti erlent

Konunglegt brúðkaup kostar Breta 900 milljarða

Hið konunglega brúðkaup sem framundan er í Bretlandi á næsta ári, þar sem William prins og Kate Middleton ganga up að altarinu, gæti kostað breskt efnahagslíf allt að fimm milljörðum punda eða um 900 milljarða króna.

Yfirleitt er kostnaður við brúðkaup bundinn við brúðarkjólinn, veisluna og kransakökuna. Á Bretlandi bætist það við að forsætisráðherrann David Cameron hefur ákveðið að allir vinnandi Bretar fái frí á brúðkaupsdaginn sem ber upp á föstudag.

Samtök smærri atvinnurekenda í Bretlandi reiknað það út að heildarkostnaðurinn fyrir athafnalíf landsins muni nema fyrrgreindri upphæð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×