Gott jafntefli Blika og liðið komst áfram í Meistaradeildinni Hjalti Þór Hreinsson á Kópavogsvelli skrifar 10. ágúst 2010 17:36 Blikastúlkur fagna marki í dag. Fréttablaðið/Anton Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan Íslenski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan
Íslenski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira