Fleygðu fimmhundruð plastgítörum yfir Heklu 10. ágúst 2010 13:24 Tveir slökkviliðsmenn voru fengnir til þess að láta farminn gossa. Margt hefur á daga Þristsins, DC3 flugvélar Þristavina drifið þá áratugi sem vélin hefur verið á flugi en sennilega hefur hún aldrei farið í eins skrítið verkefni og á dögunum. Afraksturinn má nú sjá á Youtube og fleiri netsíðum en um er að ræða auglýsingu frá tölvuleikjaframleiðanda. Í myndbandinu má sjá þegar Þristurinn er fylltur af um fimm hundruð plast-gítörum sem notaðir eru til þess að stjórna tölvuleikjum á borð við Guitar Hero og Rockband. Síðan er flogið af stað frá Reykjavíkurflugvelli og áleiðis að eldfjalli einu miklu. Þegar vélin er yfir gíg fjallsins er farmurinn látinn gossa út og ofan í kraumandi hraunið en eitthvað hefur dramatíkin verið aukin með tölvubrellum eins og sjá má hér að neðan. Með auglýsingunni vill fyrirtækið undirstrika að leikurinn „Power Gig: Rise of the Six-String“, taki hinum leikjunum tveimur langt fram að gæðum enda er notast við alvöru gítara með alvöru strengjum í þeim leik en ekki plasteftirlíkingar. Karl Hjartarson hjá Þristavinum segir að verkefnið hafi verið eftirminnilegt í meira lagi. Bandarísk auglýsingastofa hafi falast eftir vélinni og síðan hafi verið farið í breytingar á henni því öll merki á henni voru hulin. Síðan var flogið með mennina um landið til þess að finna hentugan tökustað og á endanum var ákveðið að taka upp við Heklu. Í fyrstu höfðu auglýsingamennirnir þó í hyggju að taka auglýsinguna upp yfir Eyjafjallajökli en af því gat ekki orðið. Þyrla með í för Þá þurfti einnig að taka hurðirnar af vélinni og smíða þartilgerðan pall um borð að sögn Karls auk þess sem myndavél var fest undir Þristinn. Þá var þyrla einnig með í för til þess að mynda vélina á flugi. „Eftir talsverðan undirbúning var síðan ákveðið að henda þessu út í tveimur hollum 250 gítörum í einu," segir hann. Mennirnir sem sjást í myndbandinu henda gítörunum út eru slökkviliðsmenn úr Reykjavík að sögn Karls en á jörðu niðri biðu björgunarsveitarmenn frá Hellu sem fengu það verkefni að tína gítarana upp. „Það var strax sett fram skýr krafa um það að alla gítarana yrði að endurheimta," segir Karl og bætir við að öll tilskilin leyfi hafi verið fengin fyrir uppákomunni. Auglýsinguna má sjá hér. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Margt hefur á daga Þristsins, DC3 flugvélar Þristavina drifið þá áratugi sem vélin hefur verið á flugi en sennilega hefur hún aldrei farið í eins skrítið verkefni og á dögunum. Afraksturinn má nú sjá á Youtube og fleiri netsíðum en um er að ræða auglýsingu frá tölvuleikjaframleiðanda. Í myndbandinu má sjá þegar Þristurinn er fylltur af um fimm hundruð plast-gítörum sem notaðir eru til þess að stjórna tölvuleikjum á borð við Guitar Hero og Rockband. Síðan er flogið af stað frá Reykjavíkurflugvelli og áleiðis að eldfjalli einu miklu. Þegar vélin er yfir gíg fjallsins er farmurinn látinn gossa út og ofan í kraumandi hraunið en eitthvað hefur dramatíkin verið aukin með tölvubrellum eins og sjá má hér að neðan. Með auglýsingunni vill fyrirtækið undirstrika að leikurinn „Power Gig: Rise of the Six-String“, taki hinum leikjunum tveimur langt fram að gæðum enda er notast við alvöru gítara með alvöru strengjum í þeim leik en ekki plasteftirlíkingar. Karl Hjartarson hjá Þristavinum segir að verkefnið hafi verið eftirminnilegt í meira lagi. Bandarísk auglýsingastofa hafi falast eftir vélinni og síðan hafi verið farið í breytingar á henni því öll merki á henni voru hulin. Síðan var flogið með mennina um landið til þess að finna hentugan tökustað og á endanum var ákveðið að taka upp við Heklu. Í fyrstu höfðu auglýsingamennirnir þó í hyggju að taka auglýsinguna upp yfir Eyjafjallajökli en af því gat ekki orðið. Þyrla með í för Þá þurfti einnig að taka hurðirnar af vélinni og smíða þartilgerðan pall um borð að sögn Karls auk þess sem myndavél var fest undir Þristinn. Þá var þyrla einnig með í för til þess að mynda vélina á flugi. „Eftir talsverðan undirbúning var síðan ákveðið að henda þessu út í tveimur hollum 250 gítörum í einu," segir hann. Mennirnir sem sjást í myndbandinu henda gítörunum út eru slökkviliðsmenn úr Reykjavík að sögn Karls en á jörðu niðri biðu björgunarsveitarmenn frá Hellu sem fengu það verkefni að tína gítarana upp. „Það var strax sett fram skýr krafa um það að alla gítarana yrði að endurheimta," segir Karl og bætir við að öll tilskilin leyfi hafi verið fengin fyrir uppákomunni. Auglýsinguna má sjá hér.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira