Viðskipti innlent

Fimmtíu starfsmönnum Ístaks sagt upp

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Verktakafyrirtækið Ístak sagði 50 starfsmönnum upp um mánaðamótin. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins gagnrýndi Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, framkvæmdaleysi stjórnvalda. Hann sagði starfsumhverfi verktakafyrirtækja skelfilegt og að enginn hafi slegið sjaldborg um iðnaðarmenn. Nokkrir þeirra starfsmanna Ístaks sem fengu uppsagnarbréf um mánaðamótin hafa starfið hjá fyrirtækinu í allt að 30 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×