Innlent

Óvíst um framtíð ríkisstjórnarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig um það hvort ríkisstjórnin muni lifa af synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Aðspurð á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu í hádeginu vildi hún ekkert segja til um það hvert framhald ríkisstjórnar yrði, fyrst yrðu þingflokkar beggja stjórnarflokkanna að funda. Sá fundur er áætlaður klukkan þrjú í dag.

Í viðtali við fréttastofu í byrjun desember sagði Jóhanna að félli Icesave-frumvarpið þá kæmi upp snúin staða.

„Það væri auðvitað mjög snúin staða fyrir ríkisstjórnina ef að þetta mál félli," sagði Jóhanna, „Ég ætla ekki að gefa mér fyrirfram að þessi ríkisstjórn gefi upp öndina. Eigum við ekki að vona að hún lifi áfram vegna þess að ég spyr þjóðina, hvað á að taka við ef þessi ríkisstjórn fellur," sagði Jóhanna við það tækifæri.

Því er alls óljóst hvað tekur við nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×